Skip to content

Jólagleði Upplýsingar 2011

by on November 14, 2012

Jólagleði Upplýsingar, föstudaginn 2. desember, 2011 Þetta árið var jólagleði Upplýsingar haldin í Bókasafni Garðabæjar. Mættir voru um 80 félagsmenn í sínu fínasta pússi. Starfsfólk bókasafnsins tók vel á móti gestum við anddyri safnsins og innar biðu okkar kræsilegar veitingar. Gestir streymdu inn fyrsta hálftímann, nældu sér í góðgæti, spjölluðu og „mingluðu“ dágóða stund. Síðan færðist samkoman upp á aðra hæð í hið nýja rými sem hýsir nú lesstofu og handbókasafn safnsins. Forstöðumaður safnsins, Oddný Björgvinsdóttir bauð alla velkomna og greindi aðeins frá breytingum á húsnæði bókasafnsins. Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður Upplýsingar ávarpaði síðan samkomuna og sló á létta strengi. Að því loknu söng Sigríður Thorlacius nokkur vel valin jólalög við gítarundirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar við góðar undirtektir. Eftir að hafa hlýtt á eitt aukalag hófst einskonar samkvæmisleikur undir stjórn Hrafnhildar sem fólst í því að finna einhverja einstaklinga úr hópnum sem uppfylltu ákveðnar persónulýsingar. Kjörið tækifæri til að kynnast fólki á skemmtilegan og óhefðbundinn hátt. Fjórir eða fimm verðlaunahafar sem kölluðu fyrst „bingó“ fengu veglegar bækur að launum. Undirrituð þakkar kærlega fyrir yndislega jólastund sem hún átti með kollegum sínum í Bókasafni Garðabæjar sem lauk um áttaleytið.

Anna María Sverrisdóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Advertisements

From → Fréttir

One Comment
  1. helgisigur permalink

    Þetta var víst frábær skemmtun í alla staði. Nú í ár verður jólagleðin 30. nóvember haldin á bókasafni Listaháskóla Íslands, Þverholti 11.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: