Skip to content

Bókasafnsblogg

by on December 24, 2012

Nóg er til af góðum bloggum um bókasöfn og bókasafnsfræði. Hér eru nokkur dæmi um skemmtileg blogg fyrir þá sem ekki þekkja.

Annoyed Librarian er gagnrýnin á bókasafnsfræði og bókasöfn í Bandaríkjunum.

Academic Librarian er bókasafnsfræðingur sem starfar við heimspeki- og trúarbragðasafn Princeton-háskóla.

Heimspekingurinn og bókasafnsfræðingurinn Lane Wilkinson bloggar á Sense and Reference.

John Dupuis starfar á bókasafni við  York-háskóla í Kanada og heldur úti blogginu Confessions of a Science Librarian.

Margir ættu að þekkja Phil Bradley, sem hélt erindi á Landsfundi Upplýsingar 2012.

Brian Herzog vinnur við upplýsingaþjónustu á almenningsbókasafni og bloggar sem Swiss Army Librarian.

Ellyssa Kroski fjallar um bókasöfn 2.0 og upplýsingabyltinguna á iLibrarian.

Jessica Olin skrifar ráð til nýrra bókavarða á Letters to a Young Librarian.

Aaron Tay bloggar á Musings about librarianship en hann var valinn „Mover & Shaker“ af Library Journal árið 2011.

Sarah Houghton er bókasafns- og bókmenntafræðingur og bloggar sem Librarian in Black.

From → Fréttir

Leave a Comment

Leave a comment