Skip to content

Hugleiðing – starfsárið 2013-2014

by on October 2, 2013

Upplýsing – fréttamoli – 9 tbl. september 2013 (pdf skjal)

 

Bókasafnsdagurinn er nýafstaðinn. Sem fyrr var mikið auglýst og ýmislegt brallað. Ber að þakka öllum sem lögðu hönd á plóg bæði í formi styrks og vinnuframlags.

Framtíðarhópur Upplýsingar heldur áfram störfum. Ef félagsmenn hafa áhuga á að komast í þann hóp er hægt að senda tölvupóst á upplysing@upplysing.is. Megintilgangur hópsins er að vekja athygli á mikilvægi útskrifaðra bókasafns– og upplýsingfræðinga. Hópurinn vill einfalda heitið í upplýsingafræðingar. Kollegar okkar víða um heim hafa verið að gera það sama í takt við nýjar áherslur í faginu. Bætt ímynd mun vonandi skila sér í betri launakjörum allra sem vinna við söfn og upplýsingamiðstöðvar óháð menntun. Upplýsing mun standa fyrir málþingi 22. nóvember nk. um námið og framtíð stéttar upplýsingafræðinga.

Morgunkornin munu eiga sinn sess fyrsta fimmtudag í mánuði.
Allar hugmyndir að erindum, námskeiðum og öðrum uppákomum eru vel þegnar frá félagsmönnum í tölvupósti (upplysing@upplysing.is)

Stjórn Upplýsingar hittist á stjórnarfundi einu sinni í mánuði. Í félaginu starfa nokkrar nefndir, fræðslu– og skemmtinefnd, fagnefnd, útgáfunefnd og uppstillinga-nefnd. Einnig eru nokkrir hópar: framtíðarhópur, undir-búningshópur fyrir bókasafnsdaginn og höfundaréttar-hópur. Auk þess tilnefnir félagið fólk í Bókasafnaráð og samráðshóp um Hljóðbókasafn Íslands svo eitthvað sé nefnt.
Stjórnarskipti fara fram að vori. Næsta vor munu verða formannskipti þar sem stjórnarsetu núverandi formanns lýkur þá. Nú er kjörið tækifæri fyrir félagsmenn að huga að framboði fyrir næsta aðalfund. Með því að starfa í stjórn Upplýsingar hafa félagsmenn tækifæri til að hafa áhrif. Miklar breytingar eru framundan í faginu og stéttin stendur á tímamótum. Verkefni Upplýsingar eru mörg og fjölbreytt og með því að starfa með félaginu gefst tækifæri til að taka þátt í því stefnumótunarstarfi sem þegar er hafið. Félagsmenn er hvattir til að hafa samband við Upplýsingu ef það hefur áhuga á að starfa með beinum hætti með okkur.
Félagsmenn sem hafa fært heimili sitt eru beðnir að senda upplýsingar um það svo að póstur skili sér á réttan stað.

Leave a Comment

Leave a comment