Skip to content

Örstutt pæling um upplýsingaþjónustu og Google

by on March 26, 2013

Þegar ég las bloggfærslu Aaron Tay um leiðir til að fá fólk til að nota heimasíðu safns út frá Wikipedia fór ég að hugsa um stöðu upplýsingaþjónustunnar í dag og hvernig notendur leita að upplýsingum.

Eftirfarandi ferli er algengt:

Google > Wikipedia > Heimildir (sjá hér)

Eflaust má oft finna gott efni með þessum hætti en hversu örugg er sú heimildavinna? Vel er staðið að efni á Wikipedia en ég leyfi mér að vitna í TALL-bloggið:

Vandamálið við Wikipedia er að það er of auðvelt. Þú getur farið á Wikipediu, fengið svar, þú lærir í raun ekkert, þú færð bara svar.

Hluti af því að læra í háskóla er upplýsingalæsi. Við þurfum að geta nálgast, metið og notað á skilvirkan hátt þær upplýsingar sem við þurfum.

Ég ræddi við nokkra háskólanema fyrir meistaraprófsritgerðina mína í bókasafns- og upplýsingafræði og einn nemandi sagði m.a. eftirfarandi:

Ég held að undantekningalaust það fyrsta sem ég geri er bara, þú veist, ef ég er kannski að fara að gera hérna verkefni um… um hérna, ítalska stjórnmálaflokkinn eða eitthvað skilurðu, þá bara fer ég á Google og skrifa „ítalski stjórnmálaflokkurinn”. Þú veist, byrja bara að sjá hvað kemur þar skilurðu… og er þú veist, mikið að vinna með þessar síður á netinu, Wikipedia og þetta. Ég reyni að afla mér helstu upplýsinga þar.

Þegar stúdentar byrja að leita að fræðiefni getur efnið virst yfirþyrmandi. Heill hafsjór gagnasafna opnast og erfitt er að átta sig á hvar á að byrja. Færri koma að nýta sér upplýsingaþjónustu vegna þess að svo mikið er aðgengilegt á netinu en á sama tíma hefur starfið breyst með aukinni tækni.  En hvað eigum við að gera? Í greininni Information Overload? Maybe Not eftir William Badke (2010) kemur hann með þrjá kosti í kennslu upplýsingalæsis.

  1. Láta nemendur í friði. Það er erfitt að fá nemendur til að fylgja þeim vinnubrögðum sem kennd eru. Hugtakið upplýsingalæsi hefur ekki komist almennilega inn í skólakerfið og leitarvélar verða betri og betri. En þótt tæknin verði þægilegri þýðir það ekki að auðveldara verði að meta gæðaefni. Það er og verður þörf á að kenna hvernig meta á upplýsingar. Því er þetta ekki fýsilegur kostur.
  2. Kenna grunnatriðin en sleppa afganginum. Þetta er pragmatísk nálgun. Við getum kennt fólki að nota núverandi tól á skilvirkari hátt. Google og Google Scholar eru mikið notaðar leitarvélar og það er hægt að kenna fólki að nota það á árangursríkari og skilvirkari hátt. Þá er hægt að kenna nokkur grunnatriði og segja það nóg. En það er ekki hægt að líta á upplýsingalæsi sem skammtímaatriði og það getur tekið mikinn tíma að öðlast vald á því.
  3. Gera að grundvallaratriði. Þetta gæti verið erfitt í framkvæmd. Það er orðið svo auðvelt að finna upplýsingar að það gæti virst tímasóun að hafa of mikið fyrir þessu. En upplýsingalæsið snýst um að vinna með upplýsingar frekar en að taka við þeim.

Badke segir yfirflæði upplýsinga vera raunverulegt fyrirbæri og að nemendur finni það auðveldasta fremur en það besta ef þeir hunsa það. Upplýsingalæsi verður að vera undirstaða menntunar.

Þetta eru stór orð.

Fyrsti liðurinn er ekki góður kostur skv. Badke. Þessu er ég sammála. Það er margt gott hægt að finna í gegnum Google og Wikipedia en það þarf að þekkja til ef við viljum gera það vel.  Þriðji liðurinn er hluti af því að læra fræðileg vinnubrögð og ætti að vera viðvarandi allt námið.

Annar liðurinn er flóknari. Á meðan ég tel þörf á að kenna vel á gagnasöfnin sem notuð eru, þá er ágætt að benda á hvernig er hægt að nýta t.d. Google, Google Scholar og Wikipedia vel. Aaron Tay tók Wikipedia fyrir en mig langar til að kíkja á Google og Google Scholar.

Google mæli ég almennt ekki með ef hugmyndin er að leita að fræðiefni en fyrir almennt efni er það frábær staður til að byrja á. Þekkingargrafið (e. Knowledge Graph) hefur verið í vinnslu og ég hef sett skjáskot hér en þetta birtist til hægri við leitina þegar ég leitaði að [dark knight rises].

darkknight

Eins og sjá má, þá koma grunnupplýsingar um myndina, leikara og tengdar leitir. Jafnvel koma stundum útskýringar með því að setja bendilinn yfir efnið, eins og sjá má í skjáskotinu.

Google Scholar er ágætis leitarvél en aðallega þá ef við vitum að hverju er verið að leita. Greinin Google Scholar duped and deduped benti t.d. á veikleika GS og bendi ég áhugasömum á hana. Ef við prófum að leita að greininni í GS, þá kemur hún sem efsta niðurstaðan.

gs-duped

Hér sjáum við nokkur atriði, þar á meðal stuttar upplýsingar um greinina. Fyrir neðan kemur „Cited by 5“, sem segir að 5 vísanir í greinina hafi fundist, tengdar greinar, útgáfur og svo „Cite“, sem er frekar sniðugt. Ég prófaði að smella á það og fékk eftirfarandi skjáskot upp:

gs-cite

Það er því hægt að nýta þetta með því að afrita viðkomandi heimildakerfi eða færa inn í heimildaskráningarforrit s.s. EndNote. Það virkar einnig að færa yfir í Mendeley  beint úr GS. En það sem er skemmtilegast við þetta er að við sjáum tengil á Landsaðganginn til hægri við greinina í niðurstöðunum. Það er hluti af bókasafnatenglunum sem má skoða betur í stillingunum. Með því að smella þar fáum við að hluta til þetta upp:

gs-landsadg

Et voilà! Heildartexti hjá ProQuest.

Heimildir:

Badke, W. (2010). Information Overload? Maybe Not. Online, 34(5), 52-54.

Erlendur Már Antonsson. (2011). „Gúglið” og þér munuð finna? Rafræn upplýsinganotkun háskólanema. Óbirt meistararitgerð : Háskóli Íslands í Reykjavík. http://hdl.handle.net/1946/8046

Jacsó, P. (2011) Google Scholar duped and deduped – the aura of “robometrics”. Online Information Review, 35(1), 154 – 160. doi: 10.1108/14684521111113632

Advertisements

From → Pistlar

Leave a Comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: