Skip to content

Altmetrics

by on October 16, 2014
Altmetrics er tiltölulega ný leið til skoða áhrif rannsókna. En þar er áhrifamáttur rannsókna mældur með því að skoða útbreiðslu og umfjöllun um rannsóknina. Við það eru þættir á borð við umfjöllun á féagsmiðlum og vísanir í rannsóknina settar í tölulegt samhengi. Ég vildi kynna mér efnið og fékk aðgang að Altmetric Explorer. Lítum aðeins á hvað við getum gert með þessu.
 
Hér er smá brot af síðunni sem ég fæ upp þegar ég skrái mig inn.
alt1
Nú langar mig að athuga hvað er nýlega búið að skrifa um ebóluveiruna. Þá leita ég að efnisorðinu ebola. Ég fæ upp margar niðurstöður en veljum eina: Genomic surveillance elucidates Ebola virus origin and transmission during the 2014 outbreak. Eins og við sjáum á skjáskotinu er hún með „Altmetric score of 1925.“
 alt2
Á skjáskotinu sjáum við meðal annars að a.m.k. 61 fréttaveita, 1711 tíst og 95 Facebook síður hafa vísað í þessa grein. Ef við smellum svo á titilinn förum við inn á greinina hjá útgefanda en ef við smellum á score-ið fáum við upp nánari útlistun á hvað felst í því:
 alt3
Þarna er hægt að sjá hverjir tala um þetta á fréttasíðum, bloggum, Facebook, Twitter o.fl. – jafnvel er hægt að skoða hvaðan tístin koma:
alt4
Nú er þetta sniðugt tól en hefur sína galla. David Colcuhoun nefnir tvö dæmi af sjálfum sér þar sem hann skrifar annars vegar einfalda en krítíska grein um nálastungur og hins vegar nokkuð tæknilega grein. Síðari greinin fékk litla athygli á meðan mikið var fjallað um fyrri greinina. Það er því líklegt að stór hluti rannsókna týnist inan um léttvægari greinargerðir. 
 
Þýðir það að við eigum að hætta að hugsa um altmetrics og einbeita okkur að öðru? Ekki endilega. En við þurfum að hafa í huga að gæði efnis veltur ekki á því hversu útbreitt það er á samfélagsmiðlum.
Advertisements

From → Pistlar

Leave a Comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: